Erlent

Formleg ákæra í bangsamálinu

Óli Tynes skrifar
Gillian Gibbons.
Gillian Gibbons.

Breska kennslukonan Gillian Gibbons sem hefur verið sökuð um að móðga spámann múslima kom fyrir rétt í Khartoum, höfuðborg Súdans í dag.

Þar var hún formlega ákærð. Gibbons var í fylgd með fulltrúum breska sendiráðsins í Súdan. Fréttamönnum var hinsvegar vísað frá og sagt að réttarhaldið væri lokað.

Dagblöð í Súdan segja að Gibbons sé sökuð um að móðga múhameðstrú, egna til haturs og sýna trúarbrögðum fyrirlitningu.

Refsingin gæti verið 40 svipuhögg, fangelsi og sekt. Glæpur hennar felst í því að hún leyfði bekk sínum að kalla bangsa Múhameð.

Samkennarar hennar segja að þeir telji ekki að Gibbons hafi ætlað að móðga múslima. Hún hafi ekki vitað betur og gert saklaus mistök þegar hún féllst á að bekkur hennar skírði bangsann Múhameð.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×