Fyrsti Kmerinn fyrir dóm Guðjón Helgason skrifar 20. nóvember 2007 12:45 Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Þeim er kennt um dauða nærri tveggja milljóna manna. Kaing Guek Eav, öðru nafni Duch, er 66 ára. Hann var leiddur inn í þéttskipaðan dómssalinn í morgun. Hann er fyrsti leiðtogi Rauðu kmeranna sem þarf að svara til saka fyrir ódæðin á valdatíma þeirra. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að hann yrði látinn laus gegn tryggingu áður en sjálfur málflutningurinn hefst á næstu dögum. Sú bón er nú til meðferðar. Duch stjórnaði Tuol Sleng fangelsinu í höfuðborginni Phnom Penh með harðri hendi. Hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Um 16 þúsund menn, konur og börn voru pyntuð þar og síðan myrt. 14 lifðu hörmungarnar í Tuol Sleng af. 4 til viðbótar eru í haldi og bíða þess að dómstóll Sameinuðu þjóðanna taki mál þeirra fyrir. Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, var handtekinn í gær og Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í síðustu viku. Noun Chea, næstráðand á eftir leiðtoganum Pol Pot, er einnig í haldi auk Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Pot sjálfur lést 1998. Nokkurn tíma hefur tekið að draga Kmerana fyrir dóm. Margir þeirra hafa um frjálst höfuð strokið allar götur frá lokum ógnarstjórnarinnar. Sumir þeirra sem þurftu að þola harðræði hafa síðan búið í návígi við fyrrverandi kvalara sína. Nú vill þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt. Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Þeim er kennt um dauða nærri tveggja milljóna manna. Kaing Guek Eav, öðru nafni Duch, er 66 ára. Hann var leiddur inn í þéttskipaðan dómssalinn í morgun. Hann er fyrsti leiðtogi Rauðu kmeranna sem þarf að svara til saka fyrir ódæðin á valdatíma þeirra. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að hann yrði látinn laus gegn tryggingu áður en sjálfur málflutningurinn hefst á næstu dögum. Sú bón er nú til meðferðar. Duch stjórnaði Tuol Sleng fangelsinu í höfuðborginni Phnom Penh með harðri hendi. Hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Um 16 þúsund menn, konur og börn voru pyntuð þar og síðan myrt. 14 lifðu hörmungarnar í Tuol Sleng af. 4 til viðbótar eru í haldi og bíða þess að dómstóll Sameinuðu þjóðanna taki mál þeirra fyrir. Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, var handtekinn í gær og Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í síðustu viku. Noun Chea, næstráðand á eftir leiðtoganum Pol Pot, er einnig í haldi auk Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Pot sjálfur lést 1998. Nokkurn tíma hefur tekið að draga Kmerana fyrir dóm. Margir þeirra hafa um frjálst höfuð strokið allar götur frá lokum ógnarstjórnarinnar. Sumir þeirra sem þurftu að þola harðræði hafa síðan búið í návígi við fyrrverandi kvalara sína. Nú vill þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira