Kom og fór Guðjón Helgason skrifar 10. september 2007 12:15 Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið. Flugvél forsætisráðherrans fyrrverandi lenti á flugvellinum í Íslamabad í morgun. Eftir tveggja klukkustunda reikistefnu þar var Sharif úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu og peningaþvætti. Það gæsluvarðhald var þó skammvinnt því fjórum tímum eftir það var hann kominn um borð í flugvél sem lagði af stað með hann til Jeddah í Sádí Arabíu - þar sem hann hefur dvalið í útlegð síðan 1999 eða frá því Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, kom honum frá völdum í blóðlausri byltingu. Áður en Sharif kom heim í morgun hafði hann lýst því yfir að hann ætlaði að berjast við Musharraf um forsetaembættið í kosningum í næsta mánuði. Mennirnir tveir eru svarnir andstæðingar og þegar þetta fréttist lét Musharraf handtaka tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs. Lögregla herti öryggisgæslu á flugvellinum í höfuðborginni - meðal annars til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Sharfis kæmust þar að til að fagna heimkomu hans. Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í síðasta mánuði að Sharif væri heimilt að snúa aftur til landsins en stjórnvöld og gestgjafar hans í Sádí Arabíu hvatt hann til að gera það ekki og tryggja þar með stöðugleika í landinu. Telja stjórnmálaskýrendur að vinsældir Musharrafs eigi enn eftir að dvína eftir atburði morgunsins og óttast margir að uppúr sjóði. Musharraf hefur hrapað í vinsældum og hefur hann reynt að laga stöðu sína með að semja frið við annan andstæðing, Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, sem einnig er í útlegð. Hún fengi þá forsætisráðherraembættið en Musharraf héldi sínu. Samningar hafa ekki tekist og Bhutto boðað heimkomu þrátt fyrir handtökuskipun vegna spillingarmála. Erlent Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið. Flugvél forsætisráðherrans fyrrverandi lenti á flugvellinum í Íslamabad í morgun. Eftir tveggja klukkustunda reikistefnu þar var Sharif úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu og peningaþvætti. Það gæsluvarðhald var þó skammvinnt því fjórum tímum eftir það var hann kominn um borð í flugvél sem lagði af stað með hann til Jeddah í Sádí Arabíu - þar sem hann hefur dvalið í útlegð síðan 1999 eða frá því Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, kom honum frá völdum í blóðlausri byltingu. Áður en Sharif kom heim í morgun hafði hann lýst því yfir að hann ætlaði að berjast við Musharraf um forsetaembættið í kosningum í næsta mánuði. Mennirnir tveir eru svarnir andstæðingar og þegar þetta fréttist lét Musharraf handtaka tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs. Lögregla herti öryggisgæslu á flugvellinum í höfuðborginni - meðal annars til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Sharfis kæmust þar að til að fagna heimkomu hans. Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í síðasta mánuði að Sharif væri heimilt að snúa aftur til landsins en stjórnvöld og gestgjafar hans í Sádí Arabíu hvatt hann til að gera það ekki og tryggja þar með stöðugleika í landinu. Telja stjórnmálaskýrendur að vinsældir Musharrafs eigi enn eftir að dvína eftir atburði morgunsins og óttast margir að uppúr sjóði. Musharraf hefur hrapað í vinsældum og hefur hann reynt að laga stöðu sína með að semja frið við annan andstæðing, Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, sem einnig er í útlegð. Hún fengi þá forsætisráðherraembættið en Musharraf héldi sínu. Samningar hafa ekki tekist og Bhutto boðað heimkomu þrátt fyrir handtökuskipun vegna spillingarmála.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira