Kapphlaup um Norðurpólinn Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:12 Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni. Erlent Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira