Kapphlaup um Norðurpólinn Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:12 Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni. Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira