Erlent

Fjöldi fólks hefur leitað aðhlynningar í kjölfar eiturefnaslyss í Úkraínu

MYND/AP

Um 140 manns, þar af 43 börn, hafa leitað aðhlynningar á sjúkrahúsi með einkenni eitrunar í kjölfar lestarslyss sem varð nærri bænum Lviv í Úkraínu á miðvikudag. Lest, sem flutti mikið magn eiturefna, fór út af sporinu og í kjölfarið kviknaði í henni. Við það lagði þykkt eiturefnaský yfir stórt svæði.

Stjórnvöld í landinu segjast hafa náð tökum á ástandinu og að ekki stafi langvarandi hætta af slysinu. Eiturefnafræðingar hafa þó lýst efasemdum um það. Þeir segja slysið mjög alvarlegt og að ekki sé hægt að spá fyrir um allar afleiðingar þess. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að líkja því við kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl árið 1986.

Viktor Yanukovych, forsætisráðherra Úkraínu, hefur sagt að hann muni sjá til þess að þeim sem bera ábyrgð á slysinu verði refsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×