Erlent

2 látnir og 4 slasaðir eftir flugslys í Flórída

Lítil Cessna 310 flugvél hrapaði á tvö heimili í Sanford, Flórída í morgun. Samkvæmt Cleo Cohen, talsmanni lögreglunnar, eru að minnsta kosti tveir látnir og fjórir alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með tveimur þyrlum á nærliggjandi sjúkrahús. Einnig er einn slökkviliðsmaður til aðhlynningar vegna brjóstverkja.

Á meðal hinna slösuðu er 10 ára drengur með 3. stigs bruna sem þekur 80-90% líkama hans. Myndbandsupptökur úr þyrlu á vettvangi sýna tvö hús ónýt vegna atviksins auk þess sem annað hús hefur orðið fyrir skemmdum. Slökkviliðsmenn eru enn á svæðinu að berjast við að slökkva eldinn.

„Ég heyrði í flugvélinni koma. Um leið og hún brotlenti sprakk hún. Strákur og kona hlupu brennandi úr húsinu og einhver hrópaði að barn væri enn inni í húsinu. Ég er ósáttur við að það tók slökkviliðið að minnsta kosti 40 mínútur að koma á vettvang," sagði nágranni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×