Erlent

Þriðja nautahlaupið fór vel fram

Þriðja nautahlaupið fór fram í bænum Pamplona á Spáni í morgun. Enginn meiddist alvarlega en um sex manns hafa þurft að leita læknis eftir að hafa komist í návígi við nautin.

Hlaupið fer fram klukkan sex á morgnanna að íslenskum tíma. Nautin voru aðeins rúmar tvær mínutur að hlaupa 850 metra leið að nautaatshringnum í miðbæ borgarinnar.

Aðeins um 200 þúsund manns búa í Pamplona en talið er að um átta hundruð þúsund gestir hafi komið til borgarinnar vegna San Fermin hátíðarinnar en nautahlaupið fer fram á henni. Mikið er um partýstand langt fram eftir nóttu á meðan hátíðinni stendur.

Smellið hér til þess að horfa á nautahlaupið sem fram fór í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×