Erlent

Ný undur veraldar valin

Guðjón Helgason skrifar

Þau eru tignarleg nýju undrin sjö sem valin voru þau mikifenglegustu í veröldinni gjörvallri í netkosningu sem lauk í gær. Úrslitin voru kunngjörð í gærkvöldi.

Nýju undrin sjö eru Kínamúrinn, klettaborgin Petra í Jórdaníu, Kristsstyttan í Ríó í Brasilíu, hringleikahúsið í Róm, fjallaborgin Matsjú Pitsjú í Perú, Taj Mahal í Indlandi og forna Mayaborgin Chicken Itza í Mexíkó.

Fleiri en hundrað milljón manns tóku þátt í í að kjósa undrin sjö á netinu og voru úrslitin kynnt formlega á knattspyrnuvelli Benfica í Lissabon í Portúgal í gær.

Hin fornu sjö undur veraldar voru öll til fyrir um tvö þúsund árum og voru það grískir fræðimenn sem völdu þau. Öll voru undrin á miðjarðarhafssvæðinu. Píramídarnir í Egyptalandi eru þau einu sem enn standa af þeim.

Valið nú hóft fyrir tveimur árum en var sex ár í undirbúningin. Hugmyndina átti Svisslendingurinn Bernard Weber sem hefur getið sér gott orð sem safnavörður og kvikmyndagerðarmaður.

Fulltrúar frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hafa gagnrýnt valið. Þeir segja listan sem valið var af hafa verið of takmarkaðann. Stofnunin hefur gefið út eigin lista yfir merka sögustaði þar sem er 660 menningarlega staði að finna og 166 náttúruundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×