Erlent

Hundruð þúsunda mótmæla í Kólumbíu

Hundruð þúsunda mótmæltu mannránum FARC, vinstri sinnaðra uppreisnarmanna, í Kólumbíu í gær. Talið er að um þrjú þúsund kólumbíumenn séu í haldi mannræningja. Mótmælin, sem voru þau stærstu síðan árið 1999, voru skipulögð eftir að FARC myrti 11 stjórnmálamenn sem þau höfðu í haft í haldi síðastliðin fimm ár.

Kólumbíumenn búsettir erlendis viðhöfðu mínútuþögn víða um heim vegna mótmælanna. Mótmælendur kröfðust þess að uppreisnarhópar slepptu öllum þeim þeir hafa í haldi án skilyrða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×