Erlent

Íhuga að draga úr viðbúnaði

Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu.

Ástæðan er að fyrsta hluta rannsóknarinnar, að ná þeim sem stóðu að baki árásunum í Lundúnum og Glasgow til þess að koma í veg fyrir frekari árásir, er að ljúka. Lögregla er nú að hefja yfirheyrslu á þeim sem eru í haldi og vinna úr þeim sönnunargögnum sem hún hefur undir höndum.

Lafði Pauline Neville Jones, fyrrum yfirmaður Sameiginlegrar öryggisnefndar breska ríkisins, sagði að hryðjuverkamenn beindu sjónum sínum oft að næturklúbbum. Ástæðan er sú að þeir telja þá sem sækja næturklúbba vera hluta af þeim siðlausa heimi sem þeir eru að berjast gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×