Erlent

Frambjóðendur flykkjast til Iowa

Frambjóðendur í forkosningum stjórnmálaflokkanna í Bandaríkjunum flykkjast nú til ríkisins Iowa til þess að vera viðstaddir hátíðahöld vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Hillary og Bill Clinton fóru þangað saman og Barack Obama fór þangað með fjölskyldu sína. Þau sækjast eftir útnefningu demókrata.

Þá er Mitt Romney, sem sækist eftir útnefningu repúblikana einnig kominn til Iowa. Ástæðan fyrir heimsóknunum er sú að fyrstu forkosningar flokkanna fara fram í Iowa og þykja þær gefa tóninn fyrir það sem koma skal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×