Erlent

Dautt kameldýr í Svíþjóð

Guðjón Helgason skrifar

Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafi átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær.

Þegar tilkynning barst lögreglu töldu vakthafandi lögreglumenn að um lélegan brandara væri að ræða. Þeir fóru þó á vettvang og sáu þá að um dauðans alvöru var að ræða.

Af áverkum dýrsins að dæma, virtist sem það hefði verið flutt á pallbíl en dottið af og dregist eftir bifreiðinni og drepist. Ökumaður hafi uppgötvað þetta um seinan og ákveðið að skilja hræið eftir.

Lögreglan leitar nú eiganda kameldýrsins og mun væntanlega kæra hann fyrir illa meðferð á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×