Erlent

Níu látnir í átökum við Rauðu moskuna í Pakistan

Stúdentar kasta steinum að lögreglu
Stúdentar kasta steinum að lögreglu MYND/AP

Að minnst kosti níu manns, stúdentar hermenn, blaðamaður og borgarar hafa látist í átökum sem staðið hafa í allan dag við Rauðu moskuna í Islamabad í Pakistan. Um 150 manns særðust, en lögregla hefur meðal annars beitt táragasi á hóp róttækra íslamskra stúdenta og klerka Rauðu moskunnar.

Klerkar moskunnar og stúdentar í trúarskólum henni tengdir hafa átt í útistöðum við stjórnvöld mánuðum saman um íslömsku Shaira lögin.

Eftir nokkra klukkutíma skotárás á milli hersveita í Pakistan og stúdenta var nýlega samið um vopnahlé.

Óeirðirnar brutust út í morgun þegar stúdentar þustu út á götur. Þeir voru flestir grímuklæddir, vopnaðir prikum og bensínsprengjum. Þó nokkrir voru vopnaðir byssum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×