Erlent

Evrópusambandið á eitt vinsælasta myndbandið á YouTube

Jónas Haraldsson skrifar

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum verðlaunabíómyndum. Myndbandinu er ætlað að fagna evrópskri kvikmyndagerð.

Framkvæmdastjórnin opnaði nýverið síðu á Youtube og setur þar inn alls konar myndbönd sem hún lætur framleiða fyrir sig. Þar á meðal myndbandið „Let's come together", sem gæti útlagst á íslensku sem „Komum saman."

Fjölmargir þingmenn Evrópusambandsins hafa mótmælt því harkalega og segja um svokallað ljósblátt myndband sé að ræða. Pólverjar hafa kunnað sérstaklega illa við eitt atriðið en þar sjást tveir karlmenn láta vel að hvorum öðrum.

Talsmaður Framkvæmdastjórnarinnar hafnar allri gagnrýni og segir Evrópusambandið ekki vera biblíubelti heldur haldi það upp á og fagni tjáningarfrelsi og listsköpun.

Áhugasamir geta horft á myndbandið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×