Erlent

Veiðar á undan viðræðum

Guðjón Helgason skrifar

Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag.

Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra. Pútín er kominn til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjaforseta. Reynt verður að koma samskiptum ríkjanna í samt lag aftur eftir deilur um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu og sjálfstæði Kósóvó.

Það verður George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem leiðir viðræðurnar og fengu forsetarnir forsmekkinn af forystu hans í dag þar sem sá gamli sat undir stýri á bátnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×