Erlent

Hæstiréttur stöðvar aftöku geðsjúks manns

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Hæstiréttur í Washington stöðvaði í dag aftöku geðsjúks manns sem hlaut lífstíðardóm árið 1995. Maðurinn drap foreldra fyrrverandi konu sinnar árið 1992. Maðurinn klæddist fjólubláum kúrekafötum við réttarhöldin og kenndi John F. Kennedy og Jesú um morðin. Atkvæðagreiðsla hæstaréttar um málið endaði 5-4.

Lögfræðingur mannsins segir að dauðadómur sé ekki rétt refsing fyrir geðsjúkt fólk. Hæstiréttur setti lög árið 2003 sem gerðu það að verkum að ekki var hægt að dæma þroskaheft fólk til dauða, en ekki hafa verið sett nógu skýr lög um mál geðsjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×