Erlent

Sjúkrahús í Los Angeles losa sig við heimilislausa

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Saksóknarar í Los Angeles hafa skráð borgaralega kvörtun gegn tveimur sjúkrahúsum og flutningafyrirtæki fyrir að losa sig við heimilislausa sem þurfa hjálp. Vitað er um fjögur aðskilin atvik. Á meðal þeirra sem hafa verið sendir í burtu er hinn 54 ára gamli Gabino Olvera.

Farið var með Olvera á eitt sjúkrahúsið eftir að hann fannst skríðandi í skólpi nálægt almenningsgarði í Los Angeles. Olvera, sem er lamaður fyrir neðan mitti og heimilislaus, var sendur heim af sjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað með leigubíl flutningafyrirtækisins sem einnig er kært. Hann fannst skömmu síðar í skítugum sjúkrahússloppnum og enn með ristilpokann fastan við sig.

Heilbrigðiskerfið hefur þegar gefið út breytingar á lögum til að reyna að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×