Erlent

MCC styrkir Mósambík um 507 milljónir dala

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að MCC sjóðurinn muni veita Mósambík fjárhagslega aðstoð. Sjóðurinn hyggst veita Mósambík 507 milljónir dala til vegagerðar og til að styrkja baráttuna við malaríu. Malaría banar 150 manns á dag í Mósambík, meirihluti þeirra eru börn.

„Ég er ánægt að geta tilkynnt að stjórn MCC sjóðsins ætli að styrkja Mósmbík fjárhagslega," sagði forsetafrúin í höfuðborg Mósambík, Maputo. Talið er að 1,6 milljón manns í Mósambík séu sýktir af HIV veirunni og þeim fjölgar um 500 manns daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×