Erlent

Eldar loga enn í Kaliforníu

Skógareldar í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sótt í sig veðrið undanfarna daga. Slökkviliðsmenn höfðu búið til varnarlínu sem átti að hindra útbreiðslu eldsins en hann komst yfir hana og neyddi hundruð til þess að flýja heimili sín.

Eldarnir hafa eyðilagt fleiri en 200 heimili og þúsundir hafa þurft að flýja. Kalifornía hefur lýst yfir neyðarástandi í fylkinu vegna eldanna. Enn er ekki vitað um upptök þeirra en ekkert bendir til þess að kveikt hafi verið í.

Eldarnir eru mestir á svæðinu í kringum Tahoe-vatn, í vesturátt frá San Francisco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×