Erlent

Dauða seli rekur á land í Danmörku

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Fjöldi selkópa hefur rekið á land við Anholt eyju í Danmörku. 41 kópur hefur fundist á svæðinu. Ekki er vitað með vissu hvaða veira það er sem er að drepa selina. Skógar- og náttúrustofnun í Danmörku er að rannsaka málið.

Hræðst er að þúsundir sela muni deyja ef að veiran breiðist út. Einkenni veirunnar er þungur andardráttur, hiti og taugaveiki. Veiran hefur ekki áhrif á mannfólk. Árið 2002 drápust 30% af selum við strendur Danmerkur, en árið 1988 drápust næstum 60% sela við Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×