Erlent

Blökkumönnum fækkar í bandaríska hernum

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Fjöldi blökkumanna sem skráir sig í bandaríska herinn hefur minnkað um þriðjung síðan stríðin í Írak og Afghanistan hófust. Samkvæmt gögnum sem að fjármálablað í Bandaríkjunum hefur sankað að sér kemur í ljós að fækkunin á við um allar fjórar herþjónustur landsins. Fækkunin er jafnvel enn dramatískari ef að varaliðið og þjóðvarðliðið er talið með.

James T. Conway liðsforingi í hernum, segir að fjöldi látinna í Írak sé mesta hindrunin fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í herinn. Samkvæmt gagnagrunni Pentagon voru 51,500 blökkumenn sem skráðu sig í herinn árið 2001, en aðeins 32,000 sem skráðu sig árið árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×