Erlent

Hamas lofar hljóðupptöku af týnda hermanninum

Gilad Shalit.
Gilad Shalit. MYND/AFP

Talsmaður vopnaðs arms Hamas sagði í morgun að samtökin myndu gefa frá sér hljóðupptöku með ísraelska hermanninum sem vígamenn tóku í gíslingu fyrir ári síðan. Lítið sem ekkert hefur frést af hermanninum, sem heitir Gilad Shalit, síðan honum var rænt.

Þó fengu foreldrar hans stutt handskrifað bréf, sem rithandasérfræðingar staðfestu að væri frá Shalit, í september á síðasta ári. Í bréfinu kom fram að hann væri heill heilsu og hefði það gott. Viðræður hafa staðið yfir við síðan hann var handsamaður. Hamas krefst þess að Ísraelar leysi úr haldi fjölmarga palestínska vígamenn áður en Shalit verður gefið frelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×