Erlent

Barnsfaðirinn grunaður um aðild að hvarfi Davis

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Móðir hinnar ófrísku Jessie Davis, sem týnd hefur verið síðan 13 júní, telur að barnsfaðir Davis eigi sök á hvarfi hennar. Hún segir þó að hún vilji ekki fullyrða að barnsfaðirinn, Bobby Cutts, sé viðriðinn málið.

Davis, sem er frá Ohio, hefur verið saknað síðan 13 júní og hefur málið vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Lögreglan telur að tveggja ára sonur hennar hafi einhverja vitneskju um það sem gerðist. „Mamma var grátandi. Mamma braut borðið. Mamma lá á gólfinu," sagði sonurinn við lögregluna.

Lögreglan leitaði á heimili Cutts í gær og tóku þar ýmsa hluti sem þörf var á að rannsaka. Brúnir kassar og svartir ruslapokar var á meðal þess sem lögreglumenn tóku frá heimili Cutts.

Fyrr í vikunni fannst nýfætt barn á tröppum hjá fólki sem býr skammt frá Davis. Erfðasýni voru tekin úr barninu til að athuga hvort að um barn Davis væri að ræða, en lögreglan telur þó að svo sé ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×