Erlent

Hill átti góðar viðræður í Norður-Kóreu

Christopher Hill.
Christopher Hill. MYND/AFP

Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, sagði í morgun að hann hefði átt góðar viðræður við fulltrúa stjórnvalda í Norður-Kóreu í gær. Heimsókn hans til landsins kom mörgum á óvart.

Hill er hæst setti Bandaríkjamaðurinn sem heimsækir Norður-Kóreu undanfarin fimm ár. Heimsókn hans var í þeim tilgangi að ræða um afvopnunarferlið en stjórnvöld í Norður-Kóreu ætla sér að innsigla kjarnaofn sinn í lok júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×