Erlent

Mubarak boðar til viðræðna

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur boðið fulltrúum Palestínu, Ísraels og Jórdaníu til viðræðna í næstu viku. Ríkisstjórnir landanna hafa þó ekki enn þekkst boðið. Ef fundurinn fer fram verður hann fyrsti fundur Mahmoud Abbas og Ehuds Olmert síðan Hamas komst til valda fyrir 18 mánuðum síðan.

Búist er við því að Abbas muni kalla eftir nýjum friðarviðræðum við Ísraela þegar og ef fundurinn fer fram. Einn helsti ráðgjafi Abbas sagði að tíminn væri af skornum skammti og Fatah þyrfti að hefja viðræður með því markmiði að stofna palestínskt ríki. Ef það tækist ekki fljótlega myndi Hamas reyna að auka á örvæntingu þess og hvetja til frekari átaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×