Erlent

Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga frænda sinn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Breskur hermaður, Gareth Thomas, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að stinga frænda sinn í hjartað. Dómstóll í Exeter dæmdi hann sekan um manndráp en sýknaði hann af ákæru um morð.

Manndrápið átti sér stað í ágúst síðastliðnum eftir að Thomas hafði komið heim frá Basra í Írak. Thomas hafði drukkið um 15 bjóra áður en ódæðið átti sér stað.

Málsatvik voru sú að Thomas hafði komist að því að móðir hans hafði átt í ástarsambandi við mann sem honum líkaði ekki. Við þær fréttir varð hann reiður og ýtti móður sinni. Þegar frændinn, Michael Bailey fyrrverandi hermaður, ætlaði að stöðva Thomas stakk Thomas hann í hjartað.

Thomas sagði fyrir rétti að hann hefði ekki stungið frænda sinn með ásetningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×