Erlent

Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár.

Van Du var fyrst dæmdur í mars fyrir að þiggja 6000 dollara mútur frá fatafyrirtæki, sem var að leita eftir að fá úthlutaðan meiri útflutningskvóta fyrir vikið.

Áfrýjunardómstóllinn neitaði hins vegar að breyta úrskurði yfir syni Van Du og fjölda annara sem voru viðriðnir málið, en þeir fengu dóm á bilinu 5-17 ár fyrir að misnota vald sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×