Erlent

Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa

Sigríður Guðlaugsdóttir Jónas Haraldsson skrifar

Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa.

Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. Hvorki svefn, né hreinlætisaðstaða er fyrir fólkið og margir sofa á beru malbikinu.

Læknasamtök í Ísrael báðu hæstarétt um að skipa stjórnvöldum að veita þeim aðstoð sem geta ekki án hennar verið. Varnarmálaráðherra Ísraels, Ehud Barak, hefur nú samþykkt það og sent lið inn í göngin til þess að meta hverjir fá aðgang.

Mahmoud Abbas forseti Palestínu mun í dag útskýra ástæður þess að hann sleit samstarfi við Hamas í síðastliðinn fimmtudag. Ný þjóðstjórn sem tók við völdum um helgina nýtur mikils stuðnings í alþjóðasamfélaginu. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa þegar aflétt höftum sem sett voru á fyrir einu og hálfu ári þegar Hamas komst til valda í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×