Erlent

Þingkosningar í Taílandi færðar fram

Kosningastjórn Taílands sagði í morgun að hugsanlega yrðu þingkosningar sem fram eiga fara í desember færðar fram í nóvember. Það veltur þó á því hvort að ný stjórnarskrá verði samþykkt fljótlega. Atkvæði um hana verða greidd þann 19. ágúst næstkomandi. Einhverjar líkur eru taldar á því að nýja stjórnarskráin verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Búist er við því að Thaksin Shinawatra og flokkur hans, Thai Rak Thai, muni berjast af öllu afli gegn nýju stjórnarskránni. Þá er reiknað með því að fleiri hópar í andstöðu við herstjórnina sem nú ræður ríkjum eigi eftir að ganga til liðs við Shinawatra í gagnrýni á nýju stjórnarskránna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×