Erlent

Réttað yfir leiðtoga Chicago mafíunnar í dag

Ein stærstu mafíuréttarhöld í Bandaríkjunum í mörg ár hefjast í Chicago í dag. Þá verður réttað yfir Joey "Trúði" Lombardo, sem sagt er að hafi verið yfir Chicago genginu á áttunda og níunda áratugnum en það er sama gengi og Al Capone stjórnaði á sínum tíma.

Fjórir samverkamenn Lombardo verða einnig ákærðir en saksóknari segir að hægt sé að tengja 18 morð við þá. Aðalvitni saksóknarans er bróðir eins sakborninganna og segist hann hafa tekið þátt í fjölmörgum morðum.

Hermt er að Joey Lombardi hafi fengið viðurnefnið „Trúðurinn" þar sem hann hafi haft dálæti á að segja brandara.

Dómarinn í málinu hefur fyrirskipað að sakborningar muni ekki geta séð kviðdóminn vegna þeirra eigin öryggis. Verjendur segja að það geti komið skjólstæðingum sínum illa þar sem kviðdómurinn gæti haldið að Lombardi og félagar hans væru hættulegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×