Erlent

Lögreglan frelsar fólk sem haldið var í bankaráni í Frakklandi

Jónas Haraldsson skrifar
MYND/AFP

Franska lögreglan hefur frelsað alla gíslana sem teknir voru í bankaráni í Frakklandi fyrr í morgun. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og héldu þar sex manns. Fljótlega létu þeir tvo gísla lausa en lögregla frelsaði síðar þá fjóra sem eftir voru.

Bankinn er við markaðinn í Rungis, sem sér um heildsölu á flestum matvörum fyrir París. Lögreglan kom fljótt á staðinn en starfsmaður sem náði að komast undan þegar ræningjarnir komu inn í bankann lét lögreglu vita af ráninu. Sérsveit hennar kom síðan á staðinn og viðræður hófust við ræningjana.

Fregnir herma að bankaræningjarnir hafi komið á vettvang á vespum. Þeir voru báðir vopnaðir skammbyssum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×