Erlent

Fyrrverandi nasistaforingi fær ekki að vinna

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Ítalskur dómstóll hefur afturkallað vinnuleyfi fyrrverandi SS foringja nasista úr seinni heimstyrjöldinni. Hinn 93 ára gamli Erich Priebke, var dæmdur í ævilangt stofufangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um að eiga aðild að morðum á 335 drengjum og mönnum nálægt Róm í seinni heimstyrjöldinni.

Herdómstóll hafði veitt honum leyfi til að vinna á skrifstofu lögmanns síns í Róm, en þegar maðurinn mætti til vinnu sinn fyrsta dag, biðu hans fjöldi ítalskra gyðinga sem mótmæltu því að hann fengi að vinna.

 

Mótmælendur kölluðu hann morðingja og sögðu ástandið vera skömm, þeir sögðu einnig að „ekki væri réttlátt að hann fengi að vinna á skrifstofunni, þar sem hann gæti skroppið í mat og lifað sem frjáls maður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×