Erlent

Bresk yfirvöld sleppa 2.000 föngum

Afbrotamönnum í Bretlandi hefur fjölgað svo mikið að nú þurfa stjórnvöld að láta lausa allt að tvö þúsund fanga þar sem fangelsin eru hreinlega yfirfull. Þeir sem fengu minna en fjögurra ára dóm fyrir innbrot, fíkniefnasölu eða svik verða í hópi þeirra sem verða látnir lausir. Aðrir afbrotamenn koma ekki til greina.

Stjórnvöldum í Bretlandi þykir málið allt hið óþægilegasta en þau segja einfaldlega ekki borga sig að halda svo mörgum í fangelsi. Eftirlit með þeim sem verður sleppt verður aukið til þess að koma til móts við áhyggjur almennings. Fréttavefur TimesOnline skýrði frá þessu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×