Hamas herðir tökin á Gaza Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 11:06 Vígamenn Hamas sjást hér ganga um götur Gaza í morgun. MYND/AFP Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Erlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess.
Erlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira