Erlent

25 ár síðan Falklandseyjastríðinu lauk

Bretar minnast þess í dag að 25 ár eru liðin frá því Falklandseyjastríðinu lauk. Drottningin og Tony Blair munu þá ganga með þeim sem tóku þátt í stríðinu og minnast þeirra sem létust í því. Argentína gerði innrás á eyjarnar í byrjun apríl árið 1982 og tók þær yfir en eyjarnar liggja fyrir utan strönd Argentínu.

Það var svo tveimur og hálfum mánuði síðar, 14. júní 1982, sem að Bretar frelsuðu eyjarnar. Alls létust 255 breskir hermenn í stríðinu. Fleiri en 600 argentískir hermenn létu lífið. Ekki búist við því að haldið verði upp á lok stríðsins í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×