Erlent

Vígamenn beita skæruhernaði í Sómalíu

Vígamenn í Sómalíu réðust að eþíópískum hersveitum í nótt og skutu einn mann til bana aðeins nokkrum klukkustundum eftir að friðarráðstefnu í landinu var frestað. Lítið er um stóra bardaga í Sómalíu lengur. Nú snúast átökin um fámennar skæruárásir vígamanna gegn stjórnarhernum og þeim erlenda herafla sem er í landinu.

Ófremdarástand hefur ríkt í landinu síðan einræðisherranum Mohamed Siad Barre var komið frá völdum árið 1991.

Fyrir nokkrum dögum var svo tilkynnt að friðarráðstefnu, sem átti að færa saman fulltrúa nær allra hópa í landinu, hefði verið frestað í þriðja sinn. Miklar vonir eru bundnar við hana en ótryggt ástandið í landinu leiðir til þess að henni er sífellt frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×