Erlent

Vatikanið hættir stuðningi við Amnesty International

Vatikanið hefur hvatt alla kaþólikka til þess að hætta að styrkja Amnesty International með fjárgjöfum. Ástæðan er að vatikanið sakar Amnesty um að stuðla að og veita styrki til fóstureyðinga. Amnesty segist ekki hvetja til fóstureyðinga en sagði konur vissulega hafa réttinn til þess að taka eigin ákvörðun og þá sérstaklega þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða.

Vatíkanið sagði í yfirlýsingu að það hefði hætt öllum fjárstuðningi við samtökin. Í henni var jafnframt ítrekuð afstaða þess um að fóstureyðing væri í raun morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×