Erlent

Ráðist á mosku í Írak

Jónas Haraldsson skrifar
Á myndinni má sjá moskuna við enda götunnar. Reykur er um allt eftir sprenginguna í morgun.
Á myndinni má sjá moskuna við enda götunnar. Reykur er um allt eftir sprenginguna í morgun. MYND/AFP

Tveir bænaturnar á einni helgustu mosku sjía múslíma, al-Askari moskunni, í Írak eru nú laskaðir eftir sprengingar í morgun. Ráðist var á moskuna árið 2006 og var sú árás kveikjan að baráttu sjía og súnní múslima. Þúsundir hafa látið lífið í þeim átökum. Talið er að þetta geti enn aukið á átök trúarhópa í Írak.

Fréttaskýrendur velta nú fyrir sér af hverju það var ekki betri öryggisgæsla við moskuna. Í henni eru grafir tveggja fyrrum klerka sjía múslima í Írak sem taldir eru hafa komið í beinan karllegg frá Múhammeð spámanni.

Mehdi-herinn, sem lýtur stjórn Múktada al-Sadr, hefur verið hvattur til þess að sýna ró og frið. Eftir sprenginguna árið 2006 fóru þeir í hefndaraðgerðir gegn súnníum í Bagdad og í framhaldi af því hófust átök súnnía og sjía fyrir alvöru.

Írakskur embættismaður sagði fyrir stuttu að komið hefði verið í veg fyrir sprengjuárás á moskuna fyrir um tveimur árum síðan. Vitni sögðu að barist hefði verið við moskuna í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×