Erlent

Forsprakki Balí-hópsins handtekinn

Lögreglan í Indónesíu skýrði frá því í morgun að hún hafi handtekið leiðtoga öfgahópsins sem er talinn hafa verið á bakvið sprengjutilræðin á Balí árið 2002. Maðurinn, sem heitir Abu Dujana, er yfir öfgahópnum Jeemah Islamiah sem er talinn ábyrgur fyrir mun fleiri árásum í Indónesíu.

Þar á meðal var árás á ástralska sendiráðið árið 2004. Sjö manns voru handteknir til viðbótar í á Java á laugardaginn var. 202 létu lífið í sprengingunum á Balí árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×