Erlent

Dómari vill fá 54 milljónir dala fyrir týndar buxur

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Dómari frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur kært fatahreinsun sem hann segir hafa brotið gegn neytendalögum þegar hreinsunin týndi buxunum hans. Dómarinn fer fram á 54 milljónir dala fyrir buxurnar.

Dómarinn sem heitir Roy L. Pearson, vill að hreinsunin borgi þessa upphæð því að í glugga hreinsunarinnar var skilti þar sem lofað var að viðskiptavinurinn yrði ánægður með þjónustuna. Lögfræðingur eigenda hreinsunarinnar segir að Pearson sé aðeins að gera þetta vegna bágs fjárhags eftir nýlegan skilnað við konu sínu.

Pearson kærði fatahreinsunina árið 2005 eftir að buxurnar hans týndust, en eigendurnir segjast hafa fundið buxurnar nokkrum dögum seinna, en Pearson sagðist ekki eiga þær buxur.

Inni í ákærunni kemur fram að Pearson vill meðal annars fá 15 þúsund dali til að leigja bíl svo að hann geti farið með fötin sín í aðra fatahreinsun. Pearson hefur þegar hafnað beiðni um samkomulag til málið þyrfti ekki að fara fyrir dóm. Talið er að dæmt verði í málinu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×