Erlent

Fjölskylda Osama kærir vegna áreitis kennara

Aron Örn Þórarinsson skrifar
CBS

Foreldrar ungs drengs í New York hafa ákveðið að kæra skólakerfið, en þau vilja meina að kennarar skólans hafi lagt hann í stöðugt einelti vegna nafns hans, en strákurinn heitir Osama al-Najjar. Eru foreldrarnir reiðir vegna þess að skólayfirvöld hafi ekkert aðhafst í málinu.

Osama, sem er múslimi sem fæddur er í Jórdaníu, talar um að fyrir tveimur árum hafi hann verið staddur í leikfimitíma þegar kennarinn sagðist halda að Osama væri í felum í helli þegar Osama svarði nafnakalli. Næstu tvö árin hélt áreitið frá kennurunum áfram og var hann meðal annars kallaður "Bin Laden" og "hryðjuverkamaður". Osama segir jafnframt að aðrir nemendur hafi látið sig í friði.

"Nemendurnir voru skilningsríkari en kennararnir, það voru kennararnir sem að uppnefndu hann," sagði Suad Abuhasna, móðir Osama. Osama hefur átt erfitt uppdráttar og meðal annars reynt að skera sig á púls með brotnum geisladisk.

Osama gengur nú í skóla þar sem er sérstakt prógram fyrir börn sem hafa átt erfitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×