Erlent

Fatah íhugar stjórnarslit

MYND/AFP

Talsmaður Fatah sagði fyrir nokkrum mínútum síðan að hreyfingin muni ákveða innan nokkurra klukkustunda hvort að ríkisstjórnarsamstarfi með Hamas verði hætt. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sakaði fyrr í morgun Hamas um að reyna að taka völdin á Gaza með hervaldi.

Mikil átök hafa verið á milli fylkinganna undanfarna daga. Alls hefur verið samið um sjö vopnahlé á síðastliðnum mánuði en öll hafa þau brugðist. Frá því í gærkvöldi hafa að minnsta kosti 14 manns látið lífið í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×