Erlent

Of fá eftirnöfn í Kína

Jónas Haraldsson skrifar

Kínverjar, sem eru um 1,3 milljarður talsins, deila með sér 1.601 eftirnafni. Lögreglan í Kína er því að íhuga að biðja stjórnvöld að samþykkja ný lög sem myndu heimila að börn fengju eftirnöfn beggja foreldra. Með því yrði eftirnafnafjöldi í Kína aukinn í tæplega 1,3 milljónir.

Dómsmálaráðuneytið í Kína segir að óhjákvæmilega valdi þetta ruglingi og trufli starfsemi opinberra stofnanna. Til að mynda bera að minnsta kosti 100 þúsund manns eftirnafnið Wang Tao í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×