Erlent

Milosevic á yfir höfði sér ákæru fyrir smygl

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Ekkja og sonur Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir sígarettusmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Mirjana Markovic og Marko Milosevic eru talin hafa hagnast um milljónir dala fyrir að hafa stjórnað smygli á sígarettum.

Slobodan Radovanovic saksóknari segir að ríkið muni fara fram á alþjóðlega handtökuskipun til að handsama mæðgin sem hafa verið í útlegð í Rússlandi síðan 2003. Hann fer einnig fram á að allar eignir þeirra verði frystar.

Radovanovic segir að glæpagengið sem mæðgin hafa stjórnað hafi aflað sér tugum milljóna evra með smyglinu og hafi dreift peningunum á tugi leynilega bankareikninga.

Radovanovic hefur lagt inn sönnunargögn til sérstakrar deildar í Belgrad sem sér um að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi, og býst hann við að alþjóðleg handtökuskipun verði brátt gefin út á hendur sakborninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×