Víða rignir mikið Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 18:53 Hermenn við björgunarstörf í Bangladess í dag. MYND/AP Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira