Erlent

Dómstóll í Georgíu náðar ungan mann

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Jimmy Carter vildi knýja fram réttlæti
Jimmy Carter vildi knýja fram réttlæti AFP

Dómstóll í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að 21 árs karlmanni verði umsvifalaust sleppt úr fangelsi. Íþróttahetjan og heiðursnemandinn, Genarlow Wilson, hafði fengið 10 ára dóm fyrir að hafa þegið munnmök frá 15 ára stelpu þegar hann sjálfur var 17 ára.

Dómurinn vakti mikla athygli þar sem hann þótti vera strangur og meðal annars skrifaði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bréf til stuðnings Wilson.

"Ef að eitthvað mál telst þurfa að vera vísað frá vegna misræmis í réttarkerfinu, er það þetta mál," sagði dómarinn Thomas Wilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×