Erlent

Sjóræningjar heimta lausnargjald

Óli Tynes skrifar
Danska flutningaskipið Danica White.
Danska flutningaskipið Danica White. MYND/Útgerðin

Sómölsku sjóræningjarnir sem rændu danska flutningaskipinu Danica White hafa sett fram kröfur um lausnargjald fyrir fimm manna danska áhöfn skipsins og skipið sjálft. Útgerðin vill ekki upplýsa hver upphæðin er, en atvinnu-samningamaður hefur verið fenginn til þess að semja við ræningjana.

Danicu White var rænt fyrir tíu dögum undan ströndum Sómalíu. Sést hefur til skipsins þar sem það liggur við akkeri utan við hafnarbæinn Hobyo. Ekki er vitað hvort Danirnir fimm eru geymdir þar um borð eða hvort þeir hafa verið fluttir í fangelsi í landi.

Það vekur óneitanlega athygli að vitað er hvar skipið er, en ekki hefur svo vitað sé verið leitað til sómalskra stjórnvalda um að taka málið að sér. Enda óöld og upplausn í þessu bláfátæka ríki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×