Erlent

Stjórnin féll

Guðjón Helgason skrifar

Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær.

Forsætisráðherrann fór á fund Alberts annars, konungs, í morgun til að afhenda honum afsagnarbréf sitt eftir átta ára valdasetu. Hægrimenn unnu sigur í kosningunum í gær.

Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð. Á meðan heldur ríkisstjórn Verhofstadts um valdartaumana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×