Erlent

Bush bindur vonir við samstarf við Rússa

MYND/AFP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vona að áætlun um að rússneskir og bandarískir sérfræðingar fari yfir tillögur að eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu eigi eftir að skila árangri.

„Það er ferli til staðar sem gerir okkur kleyft að vinna saman og deila upplýsingum á mjög opin hátt og ég held að það eigi eftir að gagnast okkur vel," við að reyna að hanna kerfi „sem verndar okkur öll." sagði Bush við fréttamenn. Hann er sem stendur í Búlgaríu í opinberri heimsókn en það er síðasta stopp hans í ferðalagi sínu um Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×